Þjónusta

Kynntu þér hvernig við getum hjálpað fyrirtækinu þínu að vaxa

Hjá TrinityHawk aukum við tekjur, ýtum undir metnað og byggjum varanlegt sjálfstraust – hvar sem þú ert í heiminum og hversu langt sem þú hefur náð.

Flest fyrirtæki reiða sig enn á hefðbundnar söluaðferðir: dýrar ráðningar, háan viðskiptakostnað og langan ráðningar- og uppsagnartíma. Oft bætist svo við dýr hugbúnaður – og tækniráðgjöf sem þarf til að ná árangri með hann.

Þetta er of hægfara og of dýrt fyrir metnaðarfull en takmörkuð fyrirtæki í vexti. Það er til betri og skilvirkari leið til að vaxa.

Tilgangur TrinityHawk er að tryggja að markaðsstefna þín skili mælanlegum og áreiðanlegum árangri. Við hendum ekki bara í þig einhverjum blaðsíðum af áætlunum, heldur höldum utan um framkvæmdina og veitum ráðgjöf sem skilar raunverulegum vexti.

Þjónustuleiðir okkar eru taldar upp hér að neðan..

Þegar þú vilt kanna hvernig við getum hjálpað fyrirtækinu þínu að vaxa og dafna geturðu bókað símtal með okkur hér.

Þjónustuflokkar

Tekjustjóri í hlutastarfi (e. Fractional Chief Revenue Officer, fCRO) / Yfirmaður söluhliðar

Faglegur söluleiðtogi sem vinnur með teyminu þínu og sér um framkvæmd. Tekjustjórinn þinn er ekki bara ráðgjafi – hann hjálpar þér að ljúka samningum, vinna bug á mótbárum og byggja upp samstarfstengsl.

Hvort sem þú ert að byggja upp fyrsta söluteymið eða vilt hraðan vöxt án launahækkana veitir tekjustjórinn þér leiðsögn, gerir áætlanir og framkvæmir þær með þér.

Markaðssóknarstefna (e. Go-To-Market (GTM) Strategy) og ráðgjöf

Hvort sem þú ert á viðsnúningspunkti eða byrjar alveg frá grunni er engin ein GTM-stefna fyrir alla – hvert fyrirtæki hefur sín skammtíma-, miðlungs- og langtímamarkmið.

Við förum yfir og veitum ráðgjöf um núverandi markaðssóknarstefnu eða vinnum í nánu samstarfi við þig að mótun og framkvæmd sérsniðinnar stefnu sem hjálpar þér að nýta hvert tækifæri til vaxtar.

Við styrkjum kynningarefnið þitt (e. pitch deck) og búum þig undir fjármögnunarsókn með ráðgjöf um markhópa, skilaboð, verðlagningu og að taka stöðu á markaði. Auk þess aðstoðum við þig með djúpri innsýn okkar í markaði við að velja og innleiða tæknilausnir sem styðja vöxt fyrirtækisins á skilvirkan hátt.

Styrk stjórn

Ef skortur á kerfum og skipulagi veldur streitu og ruglingi hjálpum við þér að skipuleggja og undirbúa vöxt.

Við skilgreinum rétta ferla varðandi mælikvarða, skýrslugerð og sölu og innleiðum skilvirk viðskiptavenslakerfi (e. Customer Relationship Management, CRM-kerfi) sem styðja við vöxt fyrirtækisins. Í nánu samstarfi við þig þroskum við reksturinn þannig að hraðinn í vextinum verði viðráðanlegur – ekki ringulreið.

Við framkvæmum einnig úttekt og umbætur á viðskiptalíkönum og hjálpum þér að byggja upp sjálfbært sölukerfi með skýrum og vel skilgreindum hlutverkum sem þroskast með fyrirtækinu.

Vaxtarstefna og ráðgjöf

Það er ekki alltaf auðvelt að vita hvernig velgengni lítur út – og hvernig á að ná henni. Þar kemur TrinityHawk inn í myndina með skýra sýn, ferskt sjónarhorn og djúpa reynslu.

Við veitum ráðgjöf um metnaðarfullar og raunhæfar viðskiptastefnur, auk þess að endurskoða og móta viðskiptalíkön til að opna fyrir ný vaxtartækifæri. Við kynnum einnig ný viðskiptatækifæri og stefnumiðað samstarf þar sem það getur skilað raunverulegu virði.

Stuðningur okkar er þó ekki eingöngu ætlaður stofnendum og leiðsluteymum. Við vinnum líka með fjárfestum, þar sem við búum til sérsniðin vaxtaráform fyrir eignasöfn þeirra. Hvort sem þú ert að vaxa á lykilþroskastigi (eins og frá frumfjármögnun yfir í fjármögnunarröð A) eða vilt hraða ferðinni áfram stöndum við með bæði stofnendum og fjárfestum sem traustur samstarfsaðili.

Algengar spurningar

Algengar spurningar

Ertu enn með spurningar? ýttu á hnappinn hér að neðan.

Hversu lengi varir samstarfsaðlögunin?

Hér sýnum við mikinn sveigjanleika og tryggjum að samstarfið henti þínum þörfum – bæði hvað varðar fjárhagsáætlun og tímalínu, en líka með tilliti til þess tíma sem þú þarft að leggja í verkefnið. Samstarfið hefur verið mjög fjölbreytt – allt frá 12 mánaða samningum og vikulegum fundum til eins dags vinnustofa eða þriggja mánaða markvissra verkefnapakka.

Hvernig er greitt fyrir þjónustu ykkar?

a. Helstu flokkarnir eru:

1. Fastur mánaðarlegur kostnaður
2. Tímagjald
3. Þóknun
4. Hlutdeild

b. Auðvitað eru ekki allar fjórar leiðir notaðar í hverju verkefni, en mismunandi fyrirtæki hafa mismunandi forgangsröðun. Með því að vera sveigjanleg í því hvernig við mótum viðskiptalega uppsetningu getum við hjálpað fleiri fyrirtækjum.

Í hvaða löndum eruð þið starfandi?

Höfuðstöðvar okkar eru í Bretlandi, við höfum lögformlega starfsemi í Bretlandi og Íslandi og þjónustum viðskiptavini frá Evrópu og Bandaríkjunum. Við getum unnið með þér hvar sem þú ert í heiminum.

Hverjir eru ykkar draumaviðskiptavinir?

Stofnendur og forstjórar sem annaðhvort eru án sölufólks eða með lítið teymi sem þarf leiðsögn og stuðning til að koma sér almennilega af stað og ná árangri

Tengiliður

Hafðu samband

Ef þú ert tilbúin(n) að nálgast næsta vaxtarskeið af með yfirveguðum, skýrum og traustum hætti geturðu einfaldlega bókað ókeypis fund með okkur í dag.

Þakka þér fyrir! Skilning þín hefur borist!
Úps! Eitthvað fór úrskeiðis við að senda inn eyðublaðið.